Kaupandi bátsins er Mathisen Fiskebåtrederi AS. Thorbjørn Mathisen útgerðarmaður er eigandi fyrirtæksins.
Nýi báturinn heitir Ragnar M. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.
Báturinn er útbúinn til netaveiða og kóngakrabbaveiða með gildrum.
Báturinn er einnig útbúinn sem aðstoðarbátur fyrir olíuþjónustu á svæðinu.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D16 800hö (16L) tengd ZF 500 IV-gír.
Rafstöð er af gerðinni Westerbeke 12kW frá Ásafli ehf.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Netabúnaður er frá Lorentzen í Noregi. Netaspil, niðurleggjari og armur.
Krani til löndunar og gildruveiða er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.
Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest. Vinnudekk er hálfyfirbyggt. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn, og ísskáp.
Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.