Sjófærni, kraftur og hraði

Cleopatra Fisherman bátarnir eru hraðfiskibátar hannaðir til að þola erfitt sjólag og veðurfar á Íslandsmiðum. Bátarnir eru byggðir úr trefjaplasti, í samræmi við Norðurlandareglur um smíði smábáta.

Cleopatra Fisherman bátarnir eru hannaðir með ýtrustu þarfir atvinnusjómanna í huga varðandi sjóhæfni, hraða og hagkvæmni.

Bátarnir eru búnir nýjustu tækjum til veiða og hægt er að fá þá útbúna til línuveiða, handfæraveiða, netaveiða, gildruveiða o.s.frv. Cleopatra Fisherman er hvoru tveggja góður kostur fyrir einyrkja í útgerð og stærri útgerðarfyrirtæki, þar sem lágur rekstrarkostnaður er lykilatriði.

Hönnun Cleopatra bátanna býður einnig upp á ýmsa aðra möguleika eins og sjóstangaveiði og farþegaflutninga.

Cleopatra 31

Hraði og mikil burðargeta höfð að leiðarljósi.

Cleopatra 33

Sjóhæfni, kraftur og hraði

Cleopatra 38

Flaggskip íslenska smábátaflotans

Cleopatra 50

Ný, stærri og öflugri Cleopatra