Hraði, burðargeta og gæði!
Flaggskip íslenska smábátaflotans undanfarin ár.

Góður árangur Cleopatra 38 byggist á hágæðasmíði og hönnun sem uppfyllir kröfur atvinnusjómanna sem starfa allt árið um kring.   Báturinn er byggður eftir norðurlandareglum með stöðugleika, þægindi, hraða, burðargetu og sjóhæfni að leiðarljósi.

Báturinn er búinn hágæða veiðibúnaði og hægt er að fá hann útbúinn fyrir línuveiðar, netaveiðar, handfæraveiðar og gildruveiðar.

Cleopatra 38 – Rolls Royce hraðfiskibátanna og trúlega öflugasti báturinn í sínum flokki. Stór fiskilest allt að 18rúmmetrum hefur skilað eigendum Cleopatra 38 allt að 1500tonna afla á ári !  Báturinn fyrir atvinnumanninn sem óskar góðs vinnurýmis og þæginda í lengri ferðum allt árið.

Mjög rúmgott vinnudekk.  Rúmgott stýrishús með setustofu. Lúkar með eldunaraðstöðu og svefnplássi fyrir allt að fjóra.

Fyrirkomulag bátsins er ákaflega sveigjanlegt og hægt er að útbúa bátinn á marga vegu til ýmissa nota t.d. lúxus sjóstangveiða, köfunar, hafrannsókna og farþegaflutninga.

Cleopatra 38 er sannkallaður vinnuhestur og líklega besta fjárfesting sem þú getur gert.

SMÍÐI
Handlagt trefjaplast
Isotals gelhúð og polyestri
Botnfarvi
Vinnudekk með kjarna úr balsaviði
Sjóþolin krossviður í þilum og stífingum

FYRIRKOMULAG
Þrjú vatnsþétt rými: Lúkar/stýrishús,
fiskilest og vélarrúm
Rúmgóður lúkar með eldunaraðstöðu
Stór fiskilest fyrir kör
Vélarrúm aftast díselvél með V-gír

INNRA RÝMI
Tekk innrétting
3-4 kojur í fullri stærð
Borðsalur fyrir 4 í brú
Eldunaraðstaða með gaseldavél og vaski
Sjósalerni

ÍHLUTIR
Stjórntæki fyrir vél
Rafgeymar
Rúðuþurrkur
Vökvastýri
Flipastýri
VHF Talstöð
Útvarp/geislaspilari
Kompás
Flapsar
Sjálfvirkar og handstýrðar lensidælur

VALMÖGULEIKAR
Landtenging 230V
Örbylgjuofn
Kaffivél
Ísskápur
Sjónvarp / DVD spilar
Loftkæling
Upphitaðar rúður
Olíumiðstöð
Vatnsmiðstöð
Sjálfstýring
GPS plotter
PC – tölva
Dýptarmælir
GMDSS
Áriðill/Hleðslutæki
CD player
Smúldæla
Leitarljós
Ljósavél
Bógskrúfa
Yfirbyggt vinnudekk
Annar búnaður samkvæmt óskum
ÖRYGGISBÚNAÐUR
Lífbátur með öryggisbúnaði
Bjarghringur
Rekkverk og handlistar
Öryggisstigi
Sjálfvirkt slökkvikerfi
Handslökkvitæki
Akkeri og keðja
Siglingaljós
Aðvörunarkerfi

VEIÐIBÚNAÐUR
Sjálfvirkt línukerfi: Línuspil, beituskurðarhnífur, Beitningatrekt eða beitningarvél
Handfærarúllur
Netaveiðibúnaður
Túnfisklínukerfi
Gildruveiðibúnaður

Annar veiðibúnaður samkvæmt óskum.

Lengd (Loa)(hull)
11.3m (37’ 1’’)
Lengd (Loa) með palli *
11.9m (39’ 1’’)
Breidd
3.8m (12’ 6’’)
Mótuð dýpt
1.5m (4’ 11’’)
Djúprista
1.1m (3’ 7’’)
Vinnudekk
21.7m2 (234 ft2 )
Olíugeymar
2 x 1000 lítrar (529 US gall.)
Vatnsgeymar
120 lítrar (32 US gall.)
Fiskilest
13.5m3 (483 ft3 )
Aðalvél **
Caterpillar C9.3 483hp/2300rpm 9.3L
Caterpillar C12 578hp/2300rpm 12L
Cummins QSC8.3 493hp/2600rpm 8.3L
Cummins QSM11 602hp/2300rpm 10.8L
Doosan LO126TI 400hp/2100rpm 11.1L
Doosan 4V158TIM 600hp/2100rpm 14.6L
FPT (Iveco) C90 380 410hp/2000rpm 8.7L
FPT (Iveco) C13 825 650hp/2400rpm 12.7L
Scania D13 600hp/2100rpm 12.7L
Volvo Penta D9 500hp/2600rpm 9.4L
Volvo Penta D13 700hp/2300rpm 12.8L
Yanmar 6HYM-ETE 700hp/220rpm 13.7L
Tveggja véla uppsetningar:
2 x FTP (Iveco) N67 450 2 x 370hp/3000rpm 6.7L
Volvo Penta IPS 450 2 x 330hp/3500rpm 5.5L
Gírkassi
ZF 325IV 2.03:1
ZF 286IV 2.01:1
2 x ZF80IV 2.01:1
Skrúfubúnaður
Fjögra eða fimm blaða skrúfa
Topphraði
18 – 37 hnútar
Vinnuhraði
12 – 22 hnútar
Vinnugeiri
400 nm

*    Pallur er valmöguleiki
**  Aðrar vélar samkvæmt óskum

Línubeitningakerfi
Línuveiðar
Netaveiðar
Handfæraveiðar
Gildruveiðar