Sjóhæfni, kraftur og hraði

Cleopatra Fisherman 33 er hannaður sem vinnubátur með mikið lestarrými.  30 ára reynsla Trefja og kröfur íslenskra sjómanna sem sækja sjó við strendur Íslands hafa skilað okkur bát framtíðarinnar.

Stöðugur og öruggur bátur sem uppfyllir allar öryggiskröfur flokkunarfélaga.  Vélarúm aftast og 10rúmmetra lestarrými miðskips.  Góð hæð í lest gerir meðferð afla auðvelda.

 

Staðsetning lestarrýmis gerir að verkum að báturinn hleðst vel og er einkar stöðugur undir veiðarfærum.
Hægt er að útbúa lest bátsins fyrir ýmsar stærðir af fiskikörum.

 

 

Cleopatra 33 er byggður eftir Norðurlandareglum til notkunar á erfiðum hafsvæðum allt árið um kring.

Cleopatra Fisherman 33 er hraðskreiður, sterkur og öruggur bátur sem auðvelt er að búa á línu, net eða handfæraveiðar.

Hefur þú efni á að sætta þig við minna?

SMÍÐI
Handlagt trefjaplast
Isotals gelhúð og polyestri
Botnfarvi
Vinnudekk með kjarna úr balsaviði
Sjóþolin krossviður í þilum og stífingum

FYRIRKOMULAG
Þrjú vatnsþétt rými: Lúkar/stýrishús,
fiskilest og vélarrúm
Rúmgóður lúkar með eldunaraðstöðu
Stór fiskilest fyrir kör
Vélarrúm aftast díselvél með V-gír

INNRA RÝMI
Tekk innrétting
Tvær kojur í fullri stærð
Eldunaraðstaða með gaseldavél og vaski

ÍHLUTIR
Stjórntæki fyrir vél
Rafgeymar
Rúðuþurrkur
Vökvastýri
Flipastýri
VHF Talstöð
Útvarp/geislaspilari
Kompás
Flapsar
Sjálfvirkar og handstýrðar lensidælur

VALMÖGULEIKAR
Landtenging 230V
Örbylgjuofn
Kaffivél
Ísskápur
Sjónvarp / DVD spilar
Loftkæling
Upphitaðar rúður
Olíumiðstöð
Vatnsmiðstöð
Sjálfstýring
GPS plotter
PC – tölva
Dýptarmælir
GMDSS
Áriðill/Hleðslutæki
CD player
Smúldæla
Leitarljós
Ljósavél
Bógskrúfa
Annar búnaður samkvæmt óskum
ÖRYGGISBÚNAÐUR
Lífbátur með öryggisbúnaði
Bjarghringur
Rekkverk og handlistar
Öryggisstigi
Sjálfvirkt slökkvikerfi
Handslökkvitæki
Akkeri og keðja
Siglingaljós
Aðvörunarkerfi
Lengd (Loa)
9.9m (32’ 5’’)
Breidd
3.6m (11’ 10’’)
Mótuð dýpt
1.4m (4’ 7’’)
Djúprista
1.0m (3’ 3’’)
Vinnudekk
18.7m2 (208 ft2 )
Olíugeymar
900 lítrar (238 US gall.)
Vatnsgeymar
120 lítrar (32 US gall.)
Fiskilest
10m3 (353 ft3 )
Aðalvél*
Caterpillar C.7 406hp/2600rpm 7L
Caterpillar C9.3 483hp/2300rpm 9.3L
Cummins QSC8.3 493hp/2600rpm 8.3L
Doosan L086 315hp/2300rpm 8.1L
FPT (Iveco) C90 380 410hp/2000rpm 8.7L
FPT (Iveco) C90 620 500hp/2530rpm 8.7L
Volvo Penta D9 500hp/2600rpm 9.4L
Yanmar 6CXBM-GT 509hp/2700rpm 7.4L
Gírkassi
ZF 286IV 2.01:1
Skrúfubúnaður
Fjögra eða fimm blaða skrúfa
Topphraði
18 – 27 hnútar
Vinnuhraði
12 – 18 hnútar
Vinnugeiri
200 nm

*Aðrar vélar samkvæmt óskum.

Línuveiðar
Netaveiðar
Handfæraveiðar
Gildruveiðar