Eftir að hafa framleitt Cleopatra fiski og vinnubáta um margra ára skeið hafa viðskiptavinir okkar leitað til okkar í auknu mæli og óskað eftir skemmtibáta og snekkjuútgáfum af Cleopatra bátunum.

Það kemur kannski einhverjum á óvart en við höfum framleitt þó nokkra skemmtibáta og snekkjur fram að þessu og þar á meðal 40feta snekkju með öllum þægindum fyrir viðskiptavin í Mið-austurlöndum.

Við getum boðið margar útgáfur skemmtibáta samkvæmt óskum hvers og eins, þar sem við höfum gæði, notagildi og lágan kostnað að leiðarljósi. Ef þú hefur áhuga á sérsniðnum skemmtibát ekki hika við að hafa samband. Sveigjanleiki er aðalsmerki Cleopatra.

 
Myndir að utan
Myndir að innan