Ný, stærri og öflugri Cleopatra, 15 metra bátur

Byggt á góðum árangri Cleopatra bátanna hefur verið hannaður nýr og ennþá öflugri bátur Cleopatra 50.

Nýji báturinn er 15metra langur og 4.60m breiður og mælist 30brúttótonn. Hægt er að fá hann með yfirbyggðu eða opnu vinnudekki.

Frábær kostur fyrir meðalstórar/stærri útgerðir sem þurfa bát með mikið vinnurými og stóra fiskilest.

Báturinn er byggður eftir sömu gæðastöðlum og fyrirrennarar hans. Vinnudekk allt að 40m2 og bíður upp á sveigjanlegar lausnir, einkar hentugur fyrir stærri línukerfi með beitningavél eða fyrir annan þungan og plássfrekann veiðibúnað, t.d. Netabúnað og gildrubúnað. Rúmgott stýrishús með setustofu fyrir allt að sjö. Lúkar með eldunaraðstöðu og svefnplássi fyrir allt að sex.

Báturinn er einnig fáanlegur útbúinn til annarra nota eins og til farþegaflutninga, köfunar, hafrannsókna eða annarra þjónustugreina til sjávar.

Stærstur meðal jafningja

SMÍÐI
Handlagt trefjaplast
Isotals gelhúð og polyestri
Botnfarvi
Vinnudekk með kjarna úr balsaviði
Sjóþolin krossviður í þilum og stífingum

FYRIRKOMULAG
Þrjú vatnsþétt rými: Lúkar/stýrishús,
fiskilest og vélarrúm
Rúmgóður lúkar með eldunaraðstöðu
Stór fiskilest fyrir kör
Vélarrúm aftast díselvél með V-gír

INNRA RÝMI
Tekk innrétting
Þrjá aðskildar káetur fyrir allt að 6
Borðsalur fyrir allt að 6 í brú
Salerni með sturtu
Eldunaraðstaða með gaseldavél og vaski

ÍHLUTIR
Stjórntæki fyrir vél
Rafgeymar
Rúðuþurrkur
Vökvastýri
Flipastýri
VHF Talstöð
Útvarp/geislaspilari
Kompás
Flapsar
Sjálfvirkar og handstýrðar lensidælur

VALMÖGULEIKAR
Landtenging 230V
Örbylgjuofn
Kaffivél
Ísskápur
Sjónvarp / DVD spilar
Loftkæling
Upphitaðar rúður
Olíumiðstöð
Vatnsmiðstöð
Sjálfstýring
GPS plotter
PC – tölva
Dýptarmælir
GMDSS
Áriðill/Hleðslutæki
CD player
Smúldæla
Leitarljós
Ljósavél
Bógskrúfa
Yfirbyggt vinnudekk
Annar búnaður samkvæmt óskum

ÖRYGGISBÚNAÐUR
Lífbátur með öryggisbúnaði
Bjarghringur
Rekkverk og handlistar
Öryggisstigi
Sjálfvirkt slökkvikerfi
Handslökkvitæki
Akkeri og keðja
Siglingaljós
Aðvörunarkerfi

Length (Loa)
14.99m (49’ 3’’)
Breidd
4.65m (15’ 3’’)
Mótuð dýpt
2.23m (7’ 4’’)
Djúprista
1.52m (5’ 0’’)
Vinnudekk
39m2 (420 ft2 )
Brúttótonn*
29.9
Brúttórúmlestir**
19.9
Olíugeymar
3000 litre (793 US gall.)
Vatnsgeymar
400 litre (106 US gall.)
Fiskilest
34m3 (1200 ft3 )
Aðalvél***
Caterpillar C18 715hp/2100rpm 18.1L
Doosan 4V158TIM 600hp/2100rpm 14.6L
Doosan 4V222TI 880hp/2100rpm 21.9L
FTP (Iveco) C16 800hp/2300rpm 16L
Scania DI16 800hp/2100rpm 16.4L
Volvo Penta D16 M4 750hp/1900rpm 16.1L
Yanmar 6AYM-WGT 911hp/1938rpm 20.3L
Tveggja véla uppsetningar*
2 x FTP (Iveco) C90 380 2 x 410hp/2000rpm 8.7L
2 x Volvo Penta D9 2 x 500hp/2600rpm 9.4L
Volvo Penta D11 IPS 800 2 x 625hp/2300rpm 10.8L
Gírkassi
ZF500IV 2.20:1
ZF360IV 2.19:1
ZF325IV 2.03:1
2 x ZF286IV 2.01:1
Skrúfubúnaður
Fjögurra eða fimm blaða skrúfur
Topphraði
15 – 37 hnútar
Vinnuhraði
10 – 22 hnútar
Vinnugeiri
500 nm


* Samkvæmt íslenskum reglum
** Samkvæmt íslenskum reglum
*** Aðrar vélar samkvæmt óskum

Línubeitningakerfi
Línuveiðar
Netaveiðar
Handfæraveiðar
Gildruveiðar