Nú á dögunum var afhentur nýr Cleopatra farþegabátur til Grikklands. Báturinn er af gerðinni Cleopatra Navigator 33.
Kaupandi bátsins er Munkaklaustrið í Vatopedi sem staðsett er á Mount Athos skaganum í austurhluta Grikklands.

Þetta er annar báturinn sem afgreiddur er til klaustursins. Í fyrra var afgreiddur Cleopatra 33 fiskibátur til sömu aðila.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið “Pantanassa“ (ΠΑΝΤΑΝΑΣΣΑ) og mælist 11brúttótonn.
Báturinn er útbúinn fyrir 12 farþega í sæti og 2 í áhöfn. Einnig er um borð rúmgóð setustofa til að auka þægindi í ferðum Vistarverur eru loftkældar og er þar svefnpláss fyrir tvo auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Báturinn mun sinna farþega og vörufutningum fyrir klaustrið til og frá Mount Athos skaganum.

Aðalvélar bátsins eru tvær af gerðinni Yanmar 6LY 380hö hvor um sig tengdar ZF280IV gírum.
Siglingatæki eru frá Garmin og Furuno.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.