Jóhann Rúnar Kristinsson útgerðarmaður á Rifi fékk nú í mánuðinum afhentann nýjan yfirbyggðan Cleopatra 38 bát. Báturinn var til sýnis á Sjávarútvegssýningunni nú í september. Að útgerðinni standa auk Jóhanns synir hans Arnar og Friðþjófur. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Særif SH 25 og leysir af hólmi eldri Cleopötru 38 bát með sama nafni.
Báturinn er 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Særif er af gerðinni Cleopatra 38 byggður á sömu hönnun og aflabátarnir Guðmundur og Hrólfur Einarssynir ÍS.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Caterpillar C12 710hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum frá Mareind í Grundarfirði.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línubeitningakerfi er á millidekki fyrir 18.200 króka. Línuspil, beitningatrekt og annar búnaður til línuveiða er frá Mustad / Sjóvélum
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.