Nú á dögunum var afgreidd ný Cleopatra 38 til Havøysund, nyrst í Finnmörku í Noregi. Kaupandi bátsins er Egil Arne Brochmann sjómaður frá Havøysund. Báturinn var fluttur frá Íslandi til Fredrikstad og silgt upp alla strönd Noregs til Finnmörku. Heimsiglingin gekk vel og mun báturinn fara í sinn fyrsta róður nú í vikunni. Báturinn hefur hlotið nafnið Kamilla Katrine. Báturinn mælist 15brúttótonn. Kamilla Katrine er af gerðinni Cleopatra 38.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 650hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Simrad.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línu og netaveiða til að byrja með. Egil Arne stefnir einnig á að stunda veiða með snurvoð hluta úr árinu auk þess að stunda veiðar á kóngakrabba, sem er nú í miklum mæli úti fyrir strönd norður Noregs. Línuspil er frá Beiti og búnaður til netaveiða frá Rapp.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.