Á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Royan á vesturströnd Frakklands.
Að útgerðinni stendur Aurelien Dumon sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið “P‘tit ZICO”. Báturinn er 11brúttótonn. “P‘tit ZICO” er af gerðinni Cleopatra 33.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 tengd ZF286IV gír.
Siglingatæki eru frá Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til neta og línuveiða. Báturinn er einnig útbúinn fyrir lítið troll til veiða á lifandi beitu sem notuð er við línuveiðarnar.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í einangraðri lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Royan allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um miðjan febrúarmánuð. 3 menn verða í áhöfn.