Núna á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Þrándheims í Noregi.
Kaupandi bátsins er Rødhette Fangst & Design AS. Að útgerðinni standa Kjell-Ivar Teksdal og Hanne Kristin Eide. Kjell-Ivar Teksdal er skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið FARK. Báturinn 10metra langur og 11brúttótonn. FARK er af gerðinni Cleopatra 33.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSC8.3M 493hö tengd ZF286IV gír.
Siglingatæki eru frá Simrad. Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til neta, handfæra og gildruveiða.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Þrándheimssvæðinu stærstan hluta ársins, báturinn hefur þegar hafið veiðar. 2 menn verða í áhöfn.