Útgerðarfélagið Hvíldarfoss ehf fékk núna á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát.
Að útgerðinni standa bræðurnir Friðbjörn og Gylfi Ásbjörnssynir. Gylfi verður skipstjóri á bátnum.
Að útgerðinni standa bræðurnir Friðbjörn og Gylfi Ásbjörnssynir. Gylfi verður skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Þorsteinn SH-145. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Fyrir á útgerðin annan bát Tryggva Eðvarðs SH-2 af gerðinni Cleopatra 38.
Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er einnig útbúinn til handfæraveiða og með vökvakerfi til grásleppu og handfæraveiða. Handfærarúllur eru 5 frá DNG.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430hö tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni.