Útgerðarfélagið Salting ehf á Bolungarvík fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra bát.
Að útgerðinni stendur Jakob Valgeir Flosason. Sigurgeir Þórarinsson verður skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Fríða Dagmar ÍS 103. Fyrir er útgerðin með tvo Cleopatra 38 báta í rekstri, aflabátanna Guðmund Einarsson ÍS og Sirrý ÍS. Nýji báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Fríða Dagmar er af nýrri gerð Cleopatra 40B sem er nokkru breiðari bátur enn eldri bátar útgerðarinnar.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6WG1TCX 720hö (15.7L) tengd ZF 550A gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og JRC frá Brimrún ehf og Sónar ehf.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum Wesmar hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil er frá Beiti ehf og annar búnaður til línuveiða frá Stálorku ehf.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 16stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.