Núna á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Whalsay á Hjaltlandseyjum.
Að útgerðinni stendur Jimmy Hutchinson útgerðarmaður og synir hans tveir.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Endeavour. Báturinn er 9.6brúttótonn. Endeavour er af gerðinni Cleopatra 32. Þetta er fyrsti báturinn af þessari gerð. Skrokkur bátsins var upphaflega hannaður fyrir vinnubáta sem notaðir eru við olíuleit sem hafa verið afgreiddir um árabil með góðum árangri.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM tengd ZF 286IV gír. Rafstöð 5.5kW frá Scam/Kubota.
Siglingatæki koma frá Furuno. Báturinn er með uppsetta Maxsea skipstjórnartölvu.
Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til Makrílveiða og netaveiða. Makrílbúnaður kemur frá DNG og Trefjum. Netabúnaður er frá Hydema.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Wallasay allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.
Looking for your boat?
Lets start a conversation to find the best boat for you