Sérferðir ehf í Reykjavík fengu nú í vikunni afhentann nýjan Cleopatra Navigator 50 bát. Þetta mun vera stærsti ferðaþjónustubáturinn sem smíðaður hefur verið á Íslandi.

Framkvæmdastjóri Sérferða ehf er Friðfinnur Hjörtur Hinriksson. Skipstjóri á bátnum verður Ingimar Finnbjörnsson.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Rósin og er 30brúttótonn. Rósin er af gerðinni Cleopatra Navigator 50.

Báturinn hefur leyfi til farþegaflutninga í lengri og skemmri ferðir fyrir allt að 75 farþega.

Farþegasalur er einnig útbúinn fyrir smærri veislur. Fullbúinn eldunaraðstaða og veitingasala er um borð. Sérferðir ehf hafa um nokkurra ára skeið sérfæft sig í fuglaskoðunarferðum og námsferðum fyrir grunnskólabörn á vegum Reykjavíkurborgar. Með þessum nýja bát verður starfsemin víkkuð út og boðið upp á hvalaskoðunarferðir jafnhliða.

Vélbúnaður bátsins er af gerðinni Volvo Penta IPS800.
Vélbúnaðurinn saman stendur af tveimur Volvo Penta D11 vélum sem hvor um sig skilar 600hö. Vélarnar eru tengdar drifum sem jafnframt eru stýrisbúnaður bátsins.
Samhæfing drifanna gerir að verkum að hægt er að stjórna bátnum með einkar einföldum og öruggum hætti.
Skrúfur bátsins vísa fram sem gerir að verkum að sjóflæði er óhindrað að þeim.
Hámarksganghraði bátsins er 32 hnútar.

Rafstöð af gerðinni Westerbeke 12kW er um borð.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno og Maxsea frá Brimrún.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.