Jean-Philippe Vaillant útgerðarmaður frá Frakklandi fékk núna á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50.

Nýji báturinn heitir Kalon Ísland. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 30brúttótonn.
Báturinn á heimahöfn í Le Conquet sem er á vestasta odda Bretónskagans i Frakklandi. Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða.Jean-Philippe Vaillant verður skipstjóri á bátnum..

Aðalvél bátsins er af gerðinni Caterpillar C18 tengd ZF 665 A-gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til Neta og gildruveiða. Veiðibúnaður kemur frá Frakklandi.

Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Zodiac.

Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.