Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar á Ísafirði fengu nú um miðjan maímánuð afhentan nýjan Cleopatra 38 farþegabát.Báturinn er af gerðinni Cleopatra Navigator 38 og hefur hlotið nafnið Ingólfur ÍS. Báturinn er annar báturinn sem afhentur er Sjóferðum.
Báturinn er ætlaður til farþegaflutninga og vöruflutninga í Vigur í Ísafjarðardjúpi.
Báturinn hefur leyfi til að flytja 32 farþega.

Aðalvélar/ drifbúnaður bátsins eru af gerðinni Volvo IPS500. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkur búnaður er settur í bát á Íslandi. Hámarksganghraði bátsins er 37mílur.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno.
Svefnpláss er í lúkar auk eldunaraðstöðu og ísskáp.
Báturinn er útbúinn HIAB krana á dekki sem auðveldar vöruflutninga. Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Sjóferðir Hafsteins og Kiddýjar hafa um margra ára skeið sinnt leigu- og áætlunarsiglingum á Hornstrandir, í Jökulfirði og Ísafjarðardjúp yfir sumartímann. Auk þess að sinna daglegum ferðum í Vigur frá júní fram í ágúst.

Sjóferðir eru í eigu Hafsteins Ingólfssonar og Guðrúnar Kristjánsdóttur á Ísafirði.