Tímamót voru hjá okkur á dögunum þegar afgreiddur var fyrsti Cleopatra 50 báturinn til Útgerðarfélagsins Eskøy AS í Tromsø í Noregi. Þetta er annar Cleopatra báturinn sem Eskøy AS fyrirtækið fær afgreiddann. Í byrjun árs 2008 fékk útgerðin afhentann bátinn Saga K sem er af gerðinni Cleopatra 36.

Eskøy AS er í eigu þriggja íslendinga: Bjarna Sigurðssonar sem búsettur hefur verið í Noregi um áratuga skeið og bræðranna Hrafns og Helga Sigvaldasona. Helgi verður skipstjóri á nýja bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Åsta B. Báturinn er 15 m. langur og 4.65m breiður og mælist 30 brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Yanmar 6AYM-ETE 990hp tengd ZF500IV gír. Í bátnum eru tvær ljósavélar af gerðinni Westerbeke 26kW og 12kW. Ískrapavél er frá Kælingu ehf.

Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC, Wassp og Olex frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða með yfirbyggðu vinnudekki. Beitningavél og rekka kerfi fyrir 28.000 króka er frá Mustad. Íslensk pokabeituvél er frá Bernsku ehf. Línuspil og færaspil er frá Beiti ehf. Í bátnum er einnig fullkominn þvotta og slægingarlína frá 3X stál.

Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 23 stk. 660lítra og 19 stk. 400L kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir sex í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

Bátnum verður siglt yfir hafið til Noregs á næstunni og er reiknað með að hann hefji veiðar fyrir jól.

Lesa nánar um Cleopatra 50.