Um síðustu mánaðarmót var afgreiddur fyrsti Cleopatra báturinn til Belgíu. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 50 og er sá þriðji í röðinni. Fyrr í vetur var Åsta B afgreidd til Noregs og hvalaskoðunarbáturinn Rósin til Reykjavíkur.

Það er Útgerðarfélagið Rederij Dezutter í Belgíu sem er kaupandi bátsins. Fyrirtækið er í eigu feðganna Marc or Peter Dezutter. Peter verður skipstjóri á nýja bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Mayra~Lisa. Báturinn er 15m langur og 4.65m breiður og mælist 30brúttótonn.

Tvær aðalvélar eru um borð af gerðinni Volvo Penta D9 500hö hvor tengdar ZF 286IV gírum. Í bátnum er ljósavél af gerðinni Westerbeke 26kW. Ískrapavél og kælikerfi er frá Kælingu ehf.
Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno, Wassp og Sailor.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu að framan sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til netaveiða með yfirbyggðu vinnudekki. Netabúnaður kemur frá Danmörku.
Uppstaða aflans verður Sól og Langflúra.
Löndunarkrani af gerðinni TMP 300L frá Ásafli ehf.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir 250stk hefðbundna fiskikassa er í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar, eldunaraðstöðu með öllum nauðsynlegum búnaði.

Bátnum var siglt yfir hafið til Belgíu í byrjun mánaðarins og gekk sigling vel. Reiknað með að hann hefji veiðar fyrir miðjan mánuðinn.