Núna á dögunum var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Bridlington á austurströnd Englands.

Að útgerðinni stendur Ben Woolford sjómaður frá Bridlington sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Dylhàris.  Báturinn er 30brúttótonn.  Dylhàris er af gerðinni Cleopatra 50.

Í bátnum eru tvær aðalvélar er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gírum.

Báturinn er útbúinn 18kW rafstöð af gerðinni Nanni.  Siglingatæki koma að stærstum hluta frá Simrad og Raymarine.  Báturinn er með uppsettar Olex og MaxSEA skipstjórnartölvur.

Hann einnig útbúin með vökvadrifnum skut og bógskrúfum sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.  Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 20stk 660lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir fimm.  Fullbúin eldunaraðstöðu með öllum tækjum.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Bridlington allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.