Nú í lok ágúst var afgreiddur nýr Cleopatra 38 bátur til Donsö í Svíþjóð. Donsö er eyja rétt utan við Gautaborg. Þetta er fyrsti Cleopatra báturinn sem afgreiddur er til Svíþjóðar. Kaupandi bátsins er Christer og Lennart Fiskeri AB. Eigendur fyritækisins eru bræðurnir Christer og Lennart Janssynir sem jafnframt verða skipverjar á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Monsun. Báturinn mælist 15brúttótonn. Monsun er af gerðinni Cleopatra 38.
Vélbúnaður bátsins er af gerðinni Volvo Penta IPS600.
Báturinn er fyrsti fiskibáturinn á Íslandi sem er búinn þessum búnaði. Áður hafa Trefjar sett samsvarandi búnað í farþegabátinn Ingólf frá Ísafirði.
Vélbúnaðurinn saman stendur af tveimur Volvo Penta D6 vélum. Vélarnar eru tengdar drifum sem jafnframt eru stýrisbúnaður bátsins. Skrúfur bátsins vísa fram sem gerir að verkum að sjóflæði er óhindrað að þeim.
Hámarksganghraði bátsins er 40 mílur.
Skrúfubúnaðurinn er beintengdur sjálfstýringu bátsins sem jafnframt gerir hliðarskrúfur óþarfar.
Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún.
Monsun er útbúinn til makrílveiða með handfærarúllum og sjálfvirkum afslítingarbúnaði. Handfærarúllur eru frá Belatronic og DNG.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Salernisrými og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni fyrir allt að 6 auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í september