Í síðustu viku var afgreiddur nýr Cleopatra 38 bátur til Burnmouth á austurströnd Skotlands.
Að útgerðinni stendur John Affleck sjómaður frá Burnmouth sem jafnframt er skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Soph-Ash-Jay og er skýrður í höfuðið á dætrum skipsstjórans, Sophie, Ashley og Jayda. Báturinn er 15brúttótonn. Soph-Ash-Jay er af gerðinni Cleopatra 38. Nýji báturinn er annar báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni, sá nýji mun leysa af hólmi eldri Cleopatra 33 bát sem eigendurnir fengu afhentann frá Trefjum síðla árs 2003.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn 12kW rafstöð af gerðinni Westerbeke. Siglingatæki koma frá Simrad. Hann einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba. Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.
Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá til fjóra auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Burnmouth allt árið, reiknað er með að báturinn hefji veiðar í næstu viku.