Útgerðarfélagið Nesver ehf á Rifi fékk nú í lok mánaðarins afhentann nýjan Cleopatra 38 bát. Að útgerðinni stendur Ásbjörn Óttarsson og fjölskylda. Arnar Laxdal Jóhannsson verður skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Tryggvi Eðvarðs SH – 2 og leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Báturinn mælist 15brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Tryggvi Eðvarðs er af gerðinni Cleopatra 38.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins QSM11 610hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línuveiða. Línuspil og færaspil er frá Beiti.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er innangeng upphituð stakkageymsla. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.