Brynjar Bangsund útgerðarmaður frá Vardø fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36B beitningavélarbát.
Brynjar verður sjálfur skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn heitir Østkapp. Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 18brúttótonn.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V158 600hö tengd ZF500IV gír.
Í bátnum er 20kw Rafstöð.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC, Olex og Simrad.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða með beitningavél. Línuveiðibúnaður kemur frá Mustad.
Ísvél er frá Kælingu ehf.
Lest bátsins rúmar 14stk 660lítra fiskikör.
Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Stór borðsalur er í brú og fullbúin eldunaraðstaða um borð. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar. Salerni með sturtu.
Báturinn er kominn til Noregs eftir flutning og er reiknað er með að hann hefji veiðar á næstu dögum.
Virtual Tour
Ferðastu um bátinn í 360° sýn þar sem þú getur snúið þér í allar áttir og smellt (á hvítu hringina) til að færa þig um og skoða alla mögulega staði bátsins.
Smelltu á hnappinn fyrir neðan og þá opnast nýr gluggi/flipi þar sem þú getur ferðast um bátinn.