Nú í ágúst var afhentur nýr Cleopatra bátur til Kjøllefjord í Finnmerkurfylki í Noregi. Bátnum var siglt frá Íslandi á sjávarútvegsýninguna Nor-Fishing í Þrándheimi sem fór fram daganna 12.-15. ágúst, formleg afhending bátsins fór fram í lok sýningarinnar.
Kaupandi bátsins er Útgerðarfyrirtækið Striptind AS. Jonny Pedersen mun verða skipstjóri á bátnum.
Báturinn hefur hlotið nafnið Ørntind. Báturinn mælist 15brúttótonn. Ørntind er af gerðinni Cleopatra 36 sem er sérstök útgáfa af Cleopatra 38.
Báturinn er þriðji báturinn sem Trefjar afgreiða til útgerðarinnar á innan við ári en systurskipin Vårliner og Striptind fékk útgerðin afhent nú fyrr á árinu.
Vélbúnaður bátsins er af gerðinni Volvo Penta IPS450. Báturinn er fyrsti fiskibáturinn í Noregi sem er búinn þessum búnaði. Áður hafa Trefjar sett samsvarandi búnað í farþegabátinn Ingólf frá Ísafirði og annan Cleopatra 38 bát sem afgreiddur var til Svíþjóðar. Vélbúnaðurinn saman stendur af tveimur Volvo Penta D6 vélum sem hvor um sig skilar 330hö. Vélarnar eru tengdar drifum sem jafnframt eru stýrisbúnaður bátsins. Skrúfur bátsins vísa fram sem gerir að verkum að sjóflæði er óhindrað að þeim.
Hámarksganghraði bátsins er 34 hnútar.
Skrúfubúnaðurinn er beintengdur sjálfstýringu bátsins sem jafnframt gerir hliðarskrúfur óþarfar. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Simrad.
Ørntind er útbúinn til línuveiða mun auk þess stunda stunda veiðar á kóngakrabba línu hluta úr ári. Búnaður til línuveiða er frá Beiti ehf.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í ágúst.