Nú á dögunum var aðgreiddur nýr Cleopatra bátur til Mausund sem er á eyju rétt fyrir utan Þrándheim í Noregi.
Kaupandi bátsins er Ståle Myrseth sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Filip. Báturinn mælist 11brúttótonn. Filip er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086TIM 315hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno og MaxSea.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til neta og gildruveiða á töskukrabba.
Veiðibúnaður kemur frá Hydema í Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og salerni með sturtu. Borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar núna um mánaðarmótin.