Nú á dögunum var afgreiddur Cleopatra bátur til Seahouses, norður af Newcastle á austurströnd Englands. Kaupendur bátsins eru feðgarnir Stephen og Neal Priestley. Neal Priestley verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Portia. Portia er bátur af gerðinni Cleopatra 33, 10 metra langur og mælist 10 brúttótonn.
Heimahöfn bátsins er í Seahouses. Báturinn er sérútbúinn til humar og krabba veiða með gildrum. Áætlað er að báturinn mun draga á bilinu 700-800 gildrur á dag.

Lest bátsins er fyrir 14stk 380L fiskikör. Lestin er einnig útbúinn með sprinklerkerfi til að halda humri lifandi um borð.

Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 430hp. Siglingatæki eru af gerðinni Simrad og Furuno. Báturinn hefur þegar hafið veiðar.