Feðgarnir Lee og Anthony Davies fengu í þessari viku afhentan nýjan Cleopatra 33 bát. Heimahöfn bátsins verður í Milford Haven í Vestur-Wales. Það er fjölskyldufyrirtæki þeirra sem stendur að kaupunum. Lee Davies verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Industrious. Industrious er bátur af gerðinni Cleopatra 33 og er hann 10 metra langur og mælist 10 brúttótonn.

Báturinn er sérútbúinn til humar- og krabbaveiða með gildrum. Lest bátsins er fyrir 14 fiskikör af stærðinni 380 lítra. Lestin er einnig útbúinn með sprinklerkerfi til að halda humri lifandi um borð.

Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskápi. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins og er hún 430 hestöfl. Siglingatæki eru af gerðinni Simrad. Reiknað er með að báturinn hefji veiðar í Wales í næstu viku.