Útgerðarfélagið Aviana í Maniitsoq á vesturströnd Grænlands fékk nú í september afhentann nýjan Cleopatra 33 bát. Að útgerðinni stendur Môrtánguaq Heilmann sem jafnframt er skipstjóri á bátnum. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Aviana. Báturinn er 11brúttótonn. Aviana er sá fyrstu af nýju Cleopatra 33 gerðinni. Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta 74A 350hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Simrad frá Friðrik A. Jónssyni.
Báturinn er útbúinn til línu, handfæra og netaveiða. Veiðibúnaður kemur allur frá Færeyjum.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Í vistarverum er salernisrými, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn Môrtánguaq skipstjóra mun báturinn verða gerður út frá Maniitsoq og stefnir hann á að vera með bátinn á línu og netaveiðum yfir vetrartímann en á línu og handfærum yfir sumarið.