Bræðurnir Steve og Chris Wightman frá Lowestoft fengu nú í byrjun árs afhentan nýjan Cleopatra bát. Báturinn hefur hlotið nafnið Maximus LT1019. Maximus er bátur af gerðinni Cleopatra 33 og mælist 10 brúttótonn. Heimahöfn bátsins er í Lowestoft. Báturinn er sérútbúinn til línuveiða. Lest bátsins er fyrir 14stk 380L fiskikör. Í lúkar er svefnpláss fyrir 2 ásamt eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofni og ísskáp. Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 430hp. Siglingatæki eru af gerðinni Furuno. Línuspil er frá Beiti. Báturinn hefur þegar hafið veiðar. Skipverjar einbeita sér að veiðum á þorski og háf, sem góður markaður er fyrir í Lowestoft. Við óskum Steve og Chris til hamingju með nýja bátinn.