Nú í byrjun mars var afgreidd ný Cleopatra til Port-Joinville, á eyjunni Ile d’Yeu í Frakklandi. Ile d’Yeu liggur rétt sunnan Bretaníuskagans á vesturströnd Frakklands.

Kaupandi bátsins er David Beneteau sjómaður frá Port-Joinville.

Báturinn hefur hlotið nafnið Etendard II. Báturinn mælist 11brúttótonn. Etendard II er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Iveco C78M55 tengd ZF360IV-niðurfærslugír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno.
Báturinn er útbúinn til neta og línuveiða. Hann mun stunda netaveiðar 4 mánuði á ári og línuveiðar með lifandi beitu 8 mánuði á ári. Í bátnum eru sérútbúnir tankar til að halda beitu lifandi um borð.
Uppistaða aflans er Barri.
Búnaður til netaveiða er frá Girard og búnaður línuveiða er frá Able.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.
Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Stólar fyrir skipstjóra og háseta eru í brú. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Reiknað er með að báturinn hefi veiðar í Biscay flóanum undir lok mánaðarins.