Nú í byrjun febrúar var afgreiddur nýr bátur til Hjaltlandseyja. Að útgerðinni standa bræðurnir Jordan og Craig Johnson sem jafnframt munu róa bátnum. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Norwastern. Báturinn er 11brúttótonn. Norwastern er af nýrri útgáfu Cleopatra 33 báta sem er nokkuð breiðari en eldri bátar. Aðalvél bátsins er af gerðinni Scania D9 420hp tengd ZF gír. Siglingatæki bátsins eru frá Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til neta og handfæraveiða. Netabúnaður er frá Rapp og handfærarúllur frá DNG.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er salernisrými, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Lerwick á Hjaltlandseyjum og stefnir þeir á að vera með bátinn á netaveiðum yfir vetrartímann en á handfærum yfir sumarið.