Nú í vikunni var afgreiddur nýr Cleopatra 33 bátur til Dublin á Írlandi. Að útgerðinni stendur Robert Creedon sjómaður frá Dublin sem jafnframt munu róa bátnum. Image
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Kaligarian J. Báturinn er 11 brúttótonn. Kaligarian J er af ný útgáfa af Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan L086 315hp tengd ZF302IV gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum frá Furuno og Simrad.
Báturinn er útbúinn til gildruveiða á beitukóngi og töskukrabba.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 14stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Dublin. Uppistaða aflans er beitukóngur allt árið um kring en einnig mun báturinn stunda veiðar á töskukrabba hluta úr ári.