
Að útgerðinni stendur Regis Masseaux útgerðarmaður frá Mamoudzou á Mayotte.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Cap‘tain Alandor II. Báturinn mælist 11brúttótonn. Cap‘tain Alandor II er af gerðinni Cleopatra 33.
Nýji báturinn mun leysa af hólmi eldri og minni bát í eigu útgerðarinnar.
Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430p tengd ZF gír.
Siglingatæki koma frá Furuno.
Báturinn er útbúinn til túnfiskveiða með flotlínu. Notuð er 50km löng 3mm girnislína við veiðarnar og 1000krókar beittir á hverri lögn.
Í bátnum er einangruð fiskilest. Hífingarbúnaður er á dekki til að auðvelda inntöku stórra fiska. Sólhlíf er yfir vinnudekki.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 16stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn muni hefja veiðar í Indlandshafinu í byrjun október.