Reynir Gunnarsson sjómaður í Hafnarfirði fékk nú á dögunum afhentann nýjan Cleopatra 31 bát. Báturinn er annar tveggja Cleopatra báta sem sýndur á sjávarútvegssýningunni nú í september. Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Sóla HF 57 og leysir af hólmi eldri bát með sama nafni. Báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Sóla er af gerðinni Cleopatra 31.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Cummins 6CTA8.3M 430hp tengd ZF gír. Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Raytheon frá R. Sigmundssyni.
Báturinn er einnig útbúin með hliðarskrúfu.
Línuspil, beitningatrekt og annar búnaður til línuveiða er frá Beiti.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 9stk 660lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reynir stefnir á að nota bátinn á handfæra veiðum yfir sumartímann en gera hann út á línu yfir veturinn.