Í dag er formlega afhentur nýr Cleopatra 31 til Útgerðarfélagsins Hlíðarfoss ehf á Rifi.
Að útgerðinni stendur Friðbjörn Ásbjörnsson.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Særún SH 86. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Nýji báturinn er 8.5brúttótonn og er í krókaaflamarkskerfinu. Báturinn er útbúinn 4stk DNG handfærarúllum. Í bátnum er vökvakerfi tilbúið til línuveiða.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum frá Sónar ehf.

Sjálfstýring: Comnav Commander P2
Dýptarmælir: JRC JF-130 BB (50/200kHz)
GPS Plotter: Raymarine G series
Radar: Radar Raymarine G series 4kW (18m)
AIS: Pro B
VHF: Simrad RD-68

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.