Útgerðarfélagið Einhamar ehf í Grindavík fékk á dögunum afhenta tvo nýja yfirbyggða Cleopatra 50 beitningavélarbáta. Framkvæmdastjóri Einhamars er Stefán Kristjánsson.
Nýju bátarnir heita Gísli Súrsson GK 8 og Auður Vesteins SU 88. Bátarnir eru 15metrar á lengd og mælast 30brúttótonn.
Bátarnir eru gerðir út á krókaaflamarki. Rýmkun stærðarmarka í krókaflamarkskerfinu á sumarþing 2013 gerðu kleift að fjárfesta 30tonna bátum ólíkt 15tonnum sem voru eldri viðmið. Bátarnir munu leysa af hólmi eldri Cleopatra 38 báta hjá útgerðinni sem byggðir voru á árunum 2003 og 2006.
Haraldur Björn Björnsson verður skipstjóri á Gísla Súrssyni og Haukur Einarsson skipstjóri á Auði Vésteins
Óskar Sveinsson er útgerðastjóri bátanna.
Aðalvél bátanna er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.
Rafstöð er af gerðinni Broadcrown 100hö frá Aflhlutum.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
Fullkomið blóðgunar og kælikerfi er á millidekki frá 3X Stál.
Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.
Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.
Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.
Rými er fyrir allt að 41stk 460lítra kör í lest. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnum er upphituð stakkageymsla. Stór borðsalur er í brúnni. Svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.
Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.