Í síðustu viku var afgreiddur nýr Cleopatra 38 bátur til Havøysund, nyrst í Finnmörku í Noregi. Kaupandi bátsins er Fiskenes Nord AS. Eigendur Fiskenes Nord AS eru Jørn-Oddvar Majala og Kjell Olav Larsen sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum. Báturinn hefur hlotið nafnið Fiskenes. Báturinn mælist 15brúttótonn.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Volvo Penta D12 715hp tengd ZF V-gír. Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni Furuno frá Brimrún í Reykjavík.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifinni hliðarskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins. Báturinn er útbúinn til línu og netaveiða en mun auk þess stunda stunda veiðar á kóngakrabba hluti úr ári.
Búnaður til línuveiða kemur frá Beiti í Vogum og búnaður til netaveiða frá Rapp-Hydema.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 11stk 660lítra kör í lest. Í bátnum er upphituð stakkageymsla og sturtuklefi. Borðsalur er í brúnni auk stóla fyrir skipstjóra og háseta. Svefnpláss er fyrir fjóra í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Reiknað er með að báturinn hefji veiðar nú í lok janúar. Fyrst á netum fram til vors og skipti svo yfir á línu.