Útgerðarfélagið Bygrunna AS fékk á dögunum afhentan nýjan Cleopatra bát.

Eigandi Bygrunna er Stein Magne Hoff sem jafnframt verður skipstjóri á nýja bátnum

Þetta er annar Cleopatra bátur sem útgerðin kaupir, en fyrir á útgerðin MS Tare, Cleopatra 42 sem afhent var árið 2020.

Nýi báturinn heitir „Havbris“.

Báturinn er af gerðinni Cleopatra 36 . 10,99m á lengd og mælist 11brúttótonn.

9kW Rafstöð af gerðinni Nanni er í vélarrúmi.

Aðalvélar bátsins eru 2 x FPT N67 480 hö tengdar 2 x ZF286IV gírum.

Siglingatæki eru frá Furuno.

Báturinn er útbúinn vökvadrifnum bóg- og skutskrúfum tengdum sjálfstýringu bátsins.

Havbris er útbuinn til Túnfiskveiða (Bláugga) og til Gildruveiða á humri. Gildrubúnaðurinn er hannaður og uppsettur af Trefjum.

TMP 220L krani er á vinnudekki.

Lestin er hönnuð fyrir 380L kör og humarkassa. Lífbátur og annar öryggisbúnaður er frá Viking-Life. Eldunaraðstaða og stór borðsalur fyrir 5manns er í brúnni. Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar. Salerni með sturtu.

Báturinn mun fljótlega hefja veiðar.