Um mánaðarmótin júní/júlí fékk Útgerðarfélagið Kambur ehf á Flateyri afhentann nýjan Cleopatra 31 bát.
Að útgerðinni stendur Hjörtur Hinriksson.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Kristján ÍS 110. Báturinn er af gerðinni Cleopatra 31 í nýrri útgáfu. Báturinn mælister 8.5brúttótonn.

Báturinn hefur sumarleyfi til farþegaflutninga fyrir allt að 16farþega. Hann er notaður til sjóstangveiðiferða á vegum fyrirtækisins Sérferða ehf sem er í eigu sömu aðila. Ferðirnar eru farnar frá Reykjavíkurhöfn undir nafninu „Sea Angling Express“.

Reiknað er með að báturinn muni stunda línuveiðar í krókaaflamarkskerfinu yfir vetrartímann. Í bátnum er vökvakerfi fullbúið til línuveiða.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Isuzu 6HE1TCX 370hp tengd ZF gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar.

Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir 12-14stk 380lítra kör í lest. Svefnpláss er fyrir 2-3 í lúkar auk eldunaraðstöðu með eldavél og örbylgjuofni. Setkrókur er í lúkar og stólar fyrir skipstjóra og háseta í brú.