Alexander John Polson útgerðarmaður fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 31 bát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Alex verður sjálfur skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn heitir Research. Báturinn er 9.6m metrar á lengd og mælist 8.5brúttótonn. 

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT N67 420hö tengd ZF286IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC frá Sónar ehf.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn verður á Strandveiðum.  Handfærarúllur eru frá DNG.

Fullbúið vökvakerfi er í bátnum sem hentar til línu og/eða netaveiða.

Lest bátsins rúmar 12stk 380lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Í lúkar eldunaraðstaða og svefnpláss er fyrir tvo. í lúkar.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar.