Bræðurnir Tom-Kenneth og Kurth-Anders Slettvoll útgerðarmenn frá Kabelvåg í Lofoten fengu fyrir skömmu afhenta tvo nýja Cleopatra 33 báta.

Um Tvíburabáta er að ræða.  Bræðurnir verða skipstjórar á batunum.

Nýju bátarnir heitir Ørsvåg II og Ørsvåg III. Bátarnir eru 9.99 metrar á lengd og mælist 10brúttótonn. 

Bátarnir leysa af hólmi eldri bát sem keyptur var 2019.

Þar sem um tvíburabata er að ræða er útbúnaður bátanna eins

Aðalvél er af gerðinni FPT C90 410hö tengd ZF286IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni Furuno, Olex og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Línubúnaður kemur frá Beiti.

Lest bátsins rúmar 12stk 380lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Borðsalur fyrir 4 er í brú og eldunaraðstaða í lúkar.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í brú.

Bátarnir eru komnir til Noregs og er reiknað með að þeir hefji veiðar á næstu dögum.