Nú á dögunum var afhentur nýr Cleopatra bátur til Napp í Lofoten í Noregi.
Kaupandi bátsins er Steinar Sandnes sem jafnframt verður skipstjóri á bátnum.

Báturinn hefur hlotið nafnið Vikberg.  Báturinn mælist 14brúttótonn.  Vikberg er af gerðinni Cleopatra 36.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hp tengd ZF V-gír.  Báturinn er útbúinn fullkomnum siglingatækjum af gerðinni JRC.
Báturinn er einnig útbúin með tveimur vökvadrifnum hliðarskrúfum sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.  Báturinn er útbúinn til línuveiða.
Veiðibúnaður kemur frá Noregi.
Öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking-björgunarbúnaði.

Rými er fyrir 15stk 380lítra kör í lest.  Fullkomin eldunaraðstaða auk borðsals er staðsett í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu er í lúkar.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar.