Otto Harold Williassen útgerðarmaður Digermulen í Lofoten fékk nú á dögunum afhentan nýjan Cleopatra 36.

Otto verður sjálfur skipstjóri á bátnum.

Nýji báturinn heitir Karin. Báturinn er 10.99 metrar á lengd og mælist 11brúttótonn.  

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C13 650hö tengd ZF325IV gír.

Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC, Olex og Simrad.

Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til netaveiða.  Netabúnaður kemur frá Noregi.

Lest bátsins rúmar 15stk 380lítra fiskikör. 

Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Stór borðsalur og fullbúin eldunaraðstaða er í brúnni.  Svefnpláss er fyrir þrjá í lúkar.  Salerni með sturtu.
Báturinn hefur þegar hafið veiðar.

Bátnum er kominn til Noregs og reiknað er með að hann hefji veiðar á næstu dögum.