Núna nýverið var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Barra-eyju sem er hluti Suðureyja utan við vesturströnd Skotlands.
Að útgerðinni stendur Jonathon Boyd útgerðarmaður frá Barra. Sonur hans Oran Boyd er skipstjóri á bátnum.
Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Árelía á íslenska vísu. Báturinn er 10brúttótonn. Árelía er af gerðinni Cleopatra 33. Jonathon er okkur að góðu kunnur því báturinn er annar báturinn sem Trefjar afhenda útgerðinni.
Áður átti útgerðin eldri Cleopatra 33 bát, Aurora-B bát 2004.
Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gír.
Siglingatæki koma frá Simrad/Koden. Báturinn er með uppsetta Olex skipstjórnartölvur.
Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfum sem tengd er sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba. Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.
Hluta úr ári stundar báturinn netaveiðar einnig. Netabúnaður er frá Meydam og Spencer Carter
Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð. Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.
Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.
Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest. Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.
Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Barra allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.