Núna fyrir stuttu var afgreiddur nýr Cleopatra bátur til Fraserburgh á norðausturströnd Skotlands.

Að útgerðinni stendur Gary Noble útgerðarmaður frá Fraserburgh.

Nýji báturinn hefur hlotið nafnið Golden Dawn.  Báturinn er 10brúttótonn.  Golden Dawn er af gerðinni Cleopatra 33.

Aðalvél bátsins er af gerðinni FPT C90 tengd ZF 286IV gír.

Siglingatæki koma frá Simrad/Furuno.  Báturinn er með uppsetta Olex skipstjórnartölvu.

Hann einnig útbúin með vökvadrifinni bógskrúfu sem tengd er sjálfstýringu bátsins.

Báturinn er útbúinn til gildruveiða á humri og töskukrabba.  Reiknað er með að báturinn muni draga 1000gildrur á dag.

Hluta ársins mun báturinn stundar makrílveiðar með handfærarúllum.  Handfæra rúllur koma frá DNG.

Í fiskilest bátsins er sjálfvirkt sjóúðunarkerfi til að halda humri lifandi um borð.  Með þessu fyrirkomulagi fæst mun meira aflaverðmæti.

Öryggisbúnaður bátsins er frá Viking.

Rými er fyrir 12stk 380lítra kör í lest.  Í vistarverum er, svefnpláss fyrir þrjá auk eldunaraðstöðu með eldavél, örbylgjuofn og ísskáp.

Að sögn útgerðarinnar mun báturinn verða gerður út frá Fraserburgh allt árið, báturinn hefur þegar hafið veiðar.