Ólafur F. Einarsson útgerðarmaður á Myre í Noregi fékk á dögunum afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50B beitningavélarbát.

Ólafur var lengi í útgerð hér á landi ásamt föður sínum og föðurbróður, en fluttist til Noregs fyrir nokkrum árum.

Nýji báturinn heitir Einar. Báturinn er 15metrar á lengd og mælist 32brúttótonn. Ólafur er einnig með í rekstri 2 aðra Cleopatra báta.
Ólafur verður sjálfur skipstjóri á nýja bátnum.

Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 800hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír frá Ásafli ehf.
Rafstöð er af gerðinni Scam/FPT/Linz 50kW (60kVA) frá Ásafli.
Glussarafall Scam 16kw (20kVA) frá Ásafli.
Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni frá Larsen Elecom AS.
Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
Báturinn er útbúinn til línuveiða. Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
Búnaður á dekki er frá Lavango og Stálorku.
Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.
Löndunarkrani á er af gerðinni TMP500L frá Ásafli ehf.
Báturinn útbúinn andveltigýrobúnaði af gerðinni ARG375 frá Ásafli ehf.
Lífbátur og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að 76stk 460lítra kör í lest. Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými. Í bátnum er upphituð stakkageymsla fyrir 6manns. Stór borðsalur. Salerni/sturta. Þvottavel og þurrkari. Svefnpláss er fyrir sex í lúkar í 4 aðskyldum klefum.

Fullbúið eldhús er um borð með öllum nauðsynlegum búnaði. S.s. eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.
Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Bátnum var siglt yfir hafið til Noregs frá Hafnarfirði núna á dögunum og hefur þegar hafið veiðar í Noregi.